Fyrirtækið
Trésmiðja Haraldar hefur nú starfað í um 15 ár en fyrirtækið byggir á traustum grunni þar sem samanlögð reynsla starfsmanna er mikil og fjölbreytt. Þekkingu um byggingarefni og nýjungar við verkframkvæmdir er haldið við með því að sækja námsskeið og almennri fræðsluöflun. Fyrir hendi er mikil reynsla í tölvunotkun, til dæmis við miðlun hönnunargagna til og frá hönnuðum, öðrum verktökum og byrgjum fyrir byggingarefni.
Fyrirtækið leggur áherslu á suður- og vesturhluta landsins sem sitt markaðssvæði en getur annast verk hvar sem er á landinu ef eftir því er leitað. Lögð er mikil áhersla á að skila ávallt vönduðu og góðu verki, á umsömdum tíma. Við framkvæmdir starfar fyrirtækið með öðrum fagfyrirtækjum á byggingasviði, eftir því sem eðli verkefna segir til um.
Fjöldi starfsmanna hefur verið allt að 10, og eru þar á meðal byggingarstjóri, húsasmíðameistari, húsasmiðir, húsasmíðanemar og verkamenn. Frá upphafi hefur Haraldur Einarsson séð um stjórnun og skipulagningu verka en við hlið hans er nú Þorvarður Helgi Haraldsson, húsasmíðameistari og iðnfræðingur. Lítill stjórnunarkostnaður og reyndir starfsmenn stuðla að því að fyrirtækið er vel samkeppnisfært á sínum markaði.
Höfuðstöðvar Trésmiðju Haraldar eru í Heklugerði í Gunnarsholti, við Hellu. Á staðnum er gott trésmíðaverkstæði, búið góðum vélakosti, þar sem hægt er að sinna sérsmíði á ýmsu tréverki, svo sem gluggum, þakbitum, klæðningaefni, stigum, hurðum o.fl. Fyrirtækið á og rekur 3 sendibíla þar af tvo sérútbúna sem sinna ýmsum smáverkum og eru útbúnir með lítinn vörulager. Þar sem um 80% af verkefnum fyrirtækisins eru á höfuðborgarsvæðinu, hefur það að auki starfsaðstöðu að Hólmaslóð 6 í Reykjavík.
Starfsmenn
Haraldur Einarsson
Framkvæmdastjóri – húsasmiður
Netfang: haraldur@trehar.is
Sími: 893-8897
Þorvarður Helgi Haraldsson
Byggingastjóri – húsamíðameistari – iðnfræðingur
Netfang: helgi@trehar.is
Sími: 868-4898
Halldór Haukur Haraldsson
Nemi í húsasmíði
Hákon Hjörtur Haraldsson
Verkamaður